Margrét Gunnarsdóttir í Gunnarshólma

Margrét Gunnarsdóttir í Gunnarshólma

Kaupa Í körfu

Margrét Gunnarsdóttir í Gunnarshólma. Margrét Gunnarsdóttir neitar því ekki að síð- asta haust hafi verið erfiður tími, en þá sendi hún sinn fyrsta kjúklingahóp á leið til slátrunar. „Ég hafði lengi kviðið fyrir þessum degi en fann samt huggun í því að kjúklingarnir höfðu þó alist upp við góðar aðstæður á meðan þeir voru á lífi.“ Margrét er einn eigenda Litlu gulu hænunnar, nýs fyrirtækis á kjúklingamarkaði sem ræktar kjúklinga með öðruvísi áherslum en áð- ur hefur tíðkast í kjúklingarækt á Íslandi. Ræktunin fer fram á bænum Gunnarshólma, rétt utan við bæinn þegar ekið er eftir Suðurlandsveginum. Fyrirtækið rekur Margrét í félagi við móður sína Jónu Margréti Kristinsdóttur og Elvu Björk Barkardóttur skólavinkonu. Bæði Elva og Margrét eru menntaðir lögfræðingar og Jóna sú eina sem hafði einhverja reynslu af bú- skap áður en ævintýrið hófst. Litla gula hænan var valin í topp tíu hópinn í keppninni um Gulleggið á síðasta ári. „Við köllum þetta velferðarkjúkling. Hjá okkur eru mun færri kjúklingar á hverjum fermetra en tíðkast í venjulegu kjúklingaeldi og notum við eingögu sérblandað fóður frá Líflandi sem jafnframt er byggblandað og laust við hvers kyns erfðabreytt hráefni. Hafast kjúklingarnir við í gömlum útihúsum sem við gerðum upp, og geta þeir farið út undir bert loft þegar veður leyfir,“ segir Margrét.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar