Borgarstjórnarfundur

Borgarstjórnarfundur

Kaupa Í körfu

Meirihlutinn í borgarstjórn sam- þykkti að hefja undirbúningsframkvæmdir á Hlíðarendasvæði við Reykjavíkurflugvöll á borgarstjórnarfundi sem lauk seint í gærkvöldi. Fulltrúar minnihlutans kölluðu eftir því að þess yrði beðið að Rögnunefndin kláraði að vinna álit sitt um flugvöllinn og þá hvort skynsamlegt væri að loka minnstu flugbrautinni á flugvellinum. Tillögu þess efnis var hafnað. „Mér finnst það vera ábyrgðarleysi að ekki hafi verið gert áhættumat sem fylgir því að loka svokallaðri neyðarbraut áður en deiliskipulag var samþykkt,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, á fundi borgarstjórnar í gær. Bentu fulltrúar minnihlutans á að umrædd flugbraut hefði verið óvenjumikið notuð að undanförnu vegna veðurfarsaðstæðna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar