Ólafur Ragnar í Húnaþingi

Ólafur Ragnar í Húnaþingi

Kaupa Í körfu

Bæði tilhlökkun og eftirvænting sveif yfir vötnum hjá krökkunum í 1. bekk í Grunnskólanum á Blönduósi þar sem þau biðu komu forsetans í gær. Ekki hafði það dregið úr spenningi þeirra að hafa séð forsetabílinn aka í fylgd lögreglubíla um bæinn á leið á Skagaströnd fyrr um morguninn. Krakkarnir sögðust hafa tekið þátt í æfingum í íþróttahúsinu vegna komu forsetans og voru raunar nýkomin af "generalprufu" þar sem þau sungu m.a. Maístjörnuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar