Falcon Scott ásamt Jane Scott

Falcon Scott ásamt Jane Scott

Kaupa Í körfu

Falcon og Jane Scott eru hér í boði Áhugahóps um verndun Þjórsárvera. Þau munu kynna sér Þjórsárver eftir því sem kostur er á þessum árstíma og hitta áhugafólk um verndun veranna. Falcon Scott mun einnig ávarpa opinn fund til stuðnings Þjórsárverum sem haldinn verður í Austurbæjarbíói að kvöldi 4. nóvember nk. Þetta er fyrsta heimsókn Jane hingað til lands en Falcon Scott hefur komið áður. Myndatexti: Falcon og Jane Scott eru hingað komin sem fulltrúar og málsvarar sjónarmiða Sir Peters Scotts heitins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar