Rimini

Rimini

Kaupa Í körfu

RIMINI hefur um langt skeið verið einn af vinsælli sumardvalarstöðum í Evrópu. Margar fjölskyldur leggja þangað leið sína á hverju ári til að komast í sólina og sjóinn. Strendurnar eru breiðar og teygja sig tugi kílómetra. Aðstaða er öll eins og best verður á kosið, aðgrunnt og sjórinn oftast hreinn, nema þegar þörungar eru á ferðinni. Ofan við ströndina standa hótelin þétt saman við Viale Vespucci og Viale Regina Elena, en hinum megin götunnar eru óteljandi barir, veitingastaðir og verslanir. Myndatexti: Hin 2000 ára Tíberíusarbrú í Rimini.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar