Þórir á fleygiferð

Þórir á fleygiferð

Kaupa Í körfu

Það vantaði ekki réttan klæðnað hjá honum Þóri Þorbjörnssyni þar sem hann var á fleygiferð í rólunni á leikskólanum Listakoti í vikunni. Þórir, sem er fjögurra ára, lætur veðrið greinilega ekkert aftra sér frá því að njóta góðrar útiveru heldur gallar sig upp að sjómannasið. Enda veit hann sjálfsagt eins og aðrir að enginn er verri þótt hann vökni þó að auðvitað sé betra að það sé á sem fæstum stöðum ef hægt er að koma því við. allur textinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar