Skák á Kjarvalsstöðum

Skák á Kjarvalsstöðum

Kaupa Í körfu

Fjölmenni var við setningu Stórmóts Skákfélagsins Hróksins á Kjarvalsstöðum í gær. Forseti Hróksins, Hrafn Jökulsson, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera hæstánægður með hvernig til hefði tekist í gær og ánægjulegt hefði verið að sjá þann mannfjölda sem kom á setninguna. Mótið hefði farið skemmtilega af stað. Myndatexti: Indíana Ósk Helgudóttir, nemandi í Skákskóla Hróksins, lék fyrsta leiknum hjá Luke McShane, sem atti kappi við Viktor Kortsnoj. Hún lék hvítu kóngspeði frá e2 á e4 og forseti Hróksins, Hrafn Jökulsson, fylgdist spenntur með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar