Madame Tussaud

Madame Tussaud

Kaupa Í körfu

ÚTIBÚ vaxmyndasafns Madame Tussaud í Hong Kong komst í heimsfréttirnar nýverið þegar forsvarsmenn safnsins brugðu skjótt við og settu plástur á augabrún vaxbrúðunnar af knattspyrnukappanum David Beckham eftir að þjálfarinn hans hafði sparkað skó í andlit kappans, svo sem frægt er orðið. Ekki var hægt að gera slíkt hið sama á upprunalegu Tussaud-safninu í London, þar sem unnið var að endurbótum á deildinni þar sem vaxmynd Beckhams er. En þessi skjótu viðbrögð í Hong Kong eru ef til vill dæmigerð fyrir þau vinnubrögð sem jafnan eru viðhöfð á söfnum Madame Tussaud, þar sem fagmennskan er ávallt höfð að leiðarljósi. En hver var hún, þessi Madame Tussaud, og hvernig er þetta einstæða vaxmyndasafn hennar upphaflega tilkomið myndatexti: Afhöggnir hausar byltingarmanna í hryllingsdeildinni, "Chamber of Horrors".

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar