Framkvæmdir í Bankastræti

Framkvæmdir í Bankastræti

Kaupa Í körfu

Malbikið virtist ekki ýkja mikil fyrirstaða þessari skóflugröfu í Bankastrætinu. Áhrifa framkvæmdanna gætir víða og ríkisstjórnin hefur væntanlega ekki farið varhluta af bramlinu þar sem hún sat og fundaði steinsnar í burtu í Stjórnarráðinu í gærmorgun. Grafan á eftir að klóra enn dýpra með stálarminum því skipta á um allan jarðveg og lagnir í Bankastræti og lýkur framkvæmdum ekki fyrr en í júní. Þá á ásýnd og yfirbragð strætisins að vera svipað og í endurbættum hluta Skólavörðustígs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar