Ylfa Edelstein

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ylfa Edelstein

Kaupa Í körfu

Eins og aðrar þjóðir eigum við og höfum átt glæsilega fulltrúa í stóriðjuveri draumanna Hollywood. Frægastur núlifandi er að sjálfsögðu Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi, sem hefur búið í Los Angeles í áratugi við framleiðslu á kvikmyndum... Ylfa Edelstein lék í fjórum þáttum af bandarísku sjónvarpsþáttunum The Education of Max Bickford sem sýndir voru á Stöð 2 í fyrra. Aðalleikarar voru Richard Dreyfuss Óskarsverðlaunahafi og Marcia Gay Harden sem vann Óskarsverðlaun fyrir "Pollock". Ylfa lék jógakennara Dreyfuss sem kom til hennar og vildi tileinka sér heilbrigðara líferni en nennti ekki mikið að hreyfa sig. Ylfa fluttist til Bandaríkjanna árið 1987 eftir að hún lauk námi við Menntaskólann við Sund. Hún byrjaði í leiklistarnámi í St. Louis en fór svo til New York í tveggja ára leiklistarnám í skólanum The Actor's Space. Hún fluttist svo til Los Angeles þar sem hún hefur búið í rúm tíu ár og unnið í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar