Guðmundur Benediktsson læknir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Guðmundur Benediktsson læknir

Kaupa Í körfu

Við rennum upp að gráum kumbalda mitt í sortanum. Ljúkum upp bílhurðunum og hryllum okkur í rigningarsuddanum fyrir utan. Hér er kross svo við hljótum að hafa hitt á rétta húsið - heilsugæslustöðina á Hvolsvelli. Hikandi göngum við inn og búum okkur undir að fara að fyrirmælum úr afgreiðslunni um að hinkra í biðstofunni þegar hann birtist skyndilega í dyrunum. Hávaxinn í grænni skyrtu með uppbrettar ermar er Guðmundur Benediktsson eins fjarri því að líkjast ímyndinni af hinum hefðbundna íslenska sveitalækni og hugsast getur. Guðmundur er sjálfum sér líkur og fer sínar eigin leiðir í lífinu eins og best sést á því að með héraðslæknisstarfinu á Hvolsvelli er hann læknir á skemmtiferðaskipum í Suðurhöfum hluta úr ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar