Sund - keppni í sundi
Kaupa Í körfu
Hrafnhildur Lúthersdóttir. Ekki er hægt að segja annað en að íslensku keppendurnir á heimsmeistaramótinu í sundi sem hófst í Kazan í Rússlandi á sunnudag hafi byrjað stórkostlega. Fyrstu tvo keppnisdagana voru þrjú Íslandsmet slegin, Ólympíulágmarki náð og þeim sögulega árangri sömuleiðis að Hrafnhildur Lúthersdóttir komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM í 50 metra laug. Hún keppir til úrslita í 100 metra bringusundi í kvöld. „Mér líður virkilega vel, það verð- ur að segjast alveg eins og er. Bara að komast í undanúrslit kom skemmtilega á óvart. Þar var ég fjórða í mínum riðli og svo beið ég með öndina í hálsinum þangað til úrslitin komu eftir seinni riðilinn,“ sagði Hrafnhildur við Morgunblaðið í gær, en í undanrásunum í gærmorgun sló hún Íslandsmet sitt í greininni. Tími hennar þá var 1:06,87 mínútur og í undanúrslitunum var tími hennar 1:07,11 mín- útur, sem skilaði henni síðasta sætinu inn í úrslit. Hún bjóst ekki við að spennan fyrir úrslitunum kæmi nið- ur á nætursvefninum í gærkvöldi. „Það mun taka tíma að fara í gegnum öll skilaboðin á Facebook en ég hlakka til að sjá hvað ég get gert,“ sagði hún og taldi samheldni íslenska hópsins gefa sér mikið. „Það er svo gott andrúmsloftið hérna. Liðið er frábært, við styðjum hvert annað og höfum öll gaman af þessu. Ég vona að sundið á Íslandi fái meiri athygli í kjölfarið og að krakkar sjái að þetta er rosalega skemmtilegt, hægt er að ferðast og gera góða hluti,“ sagði Hrafnhildur
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir