Skúli Sverrisson í Mengi

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Skúli Sverrisson í Mengi

Kaupa Í körfu

Menningarhúsið Mengi hefur verið í rekstri í að verða tvö ár en á þeim stutta tíma hefur verið ótrú- lega margt í gangi í húsinu og fjöldinn allur af listamönnum komið þar fram. Það er tónlistarmað- urinn Skúli Sverrisson sem ber ábyrgð á öllu saman en hann hefur sjálfur fyrir löngu sannað sig og sýnt í tónlistarheiminum hér heima og út í heimi. Það var ekki umflúið að spyrja Skúla af hverju tónlistin hafi haft svona mikið að- dráttarafl í lífi hans. „Það má segja að það hafi verið blanda af tilviljunum, aðstæðum og áhuga. Foreldrar mínir höfðu mikinn áhuga á tónlist svo það var mikið hlustað á tónlist á heimilinu, sér í lagi djasstónlist og þegar ég fór að sýna því áhuga að læra á hljóðfæri var strax mikill stuðningur til staðar. Auk þess eignaðist ég snemma félaga sem voru í tónlistarnámi sem ég gat deilt þessu áhugamáli með.“ Þegar tónlistarskóli FÍH var stofnaður 1980 hafði Skúli strax áhuga að eigin sögn og skráði sig til náms á kontrabassa en átti ekki hljóðfæri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar