Ragnheiður Ólafsdóttir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ragnheiður Ólafsdóttir

Kaupa Í körfu

umhverfisfræðingur Landsvirkjunar RAGNHEIÐUR Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, flutti erindi um Vatnajökulsþjóðgarð og virkjanir norðan jökulsins á ráðstefnu um Vatnajökulsþjóðgarð sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri í haust. Ragnheiður bendir á að uppistöðulón og vatnsaflsvirkjanir séu víða í heiminum hluti af eða í næsta nágrenni við þjóðgarða. Þar hafi jafnframt verið byggð upp öflug útivistarsvæði og ferðaþjónusta er í miklum blóma. "Ég hef því reynt að sýna fram á að virkjun norðan Vatnajökuls og Vatnajökulsþjóðgarður getið farið saman. Þessu tvennu þarf ekki að stilla upp sem andstæðum." Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin kynnt áætlanir sínar um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Ragnheiður bendir á að í skýrslu sem unnin hafi verið fyrir umhverfisráðherra síðasta vetur um Vatnajökulsþjóðgarð megi sjá að með þjóðgarði sé stefnt að þremur eftirfarandi markmiðum. Í fyrsta lagi að verndun sérstæðs landslags og lífríkis. Í öðru lagi að möguleikum fyrir útivist og ferðamennsku og í þriðja lagi að jákvæðri byggðaþróun á jaðarsvæðum. Til að sýna fram á hvernig virkjun eigi samleið með þjóðgarðinum tekur Ragnheiður hvert markmið fyrir sig og bendir á hvernig virkjun norðan jökulsins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar