Davíð Oddsson í Mexíkó

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Davíð Oddsson í Mexíkó

Kaupa Í körfu

Ánægja í Sonora-fylki með samstarfið við íslensku fyrirtækin Davíð Oddsson forsætisráðherra heimsækir þessa dagana ásamt fylgdarliði íslensk fyrirtæki í Mexíkó Ráðamenn í fylkinu Sonora í Mexíkó lýsa yfir ánægju sinni með samstarfið milli íslensku fyrirtækjanna Granda og Þormóðs ramma/Sæbergs við þarlenda aðila um rekstur útgerðar og fiskvinnsluhúss. "Það hefur verið mjög gefandi og ánægjulegt að starfa með ykkur Íslendingum og ég legg sérstaka áherslu á þau persónulegu tengsl sem hafa myndast," sagði Ernesto Zaragoza, sem er einn af mestu áhrifamönnum í atvinnulífi Guaymas, í kvöldverðarboði til heiðurs Davíð Oddssyni forsætisráðherra og eiginkonu hans, Ástríði Thorarensen. Zaragoza-fjölskyldan rekur m.a. samsteypuna Cozar sem á helmingshlut í sjávarútvegsfyrirtækin Sigló-Nautico á móti íslensku aðilunum. MYNDATEXTI: Davíð Oddsson forsætisráðherra ásamt Jóni Baldvini Hannibalssyni sendiherra, Gustavo Iruegas (lengst t.v.) sendiherra Mexíkó á Íslandi með aðsetur í Ósló, og gestgjafanum, Ernesto Zaragoza, í sal á heimili hins síðastnefnda, sem skreyttur var aragrúa uppstoppaðra veiðidýra frá öllum heimshornum. Zaragoza hefur sjálfur fellt öll dýrin. ( Davíð Oddsson í heimsókn í Mexíkó Fv Gustav Iruegas sendiherra Mexíkó á Íslandi með aðsetur í Osló , Davíð , gestgjafinn Ernesto Zaragoza og Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar