Norskt loðnuskip

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Norskt loðnuskip

Kaupa Í körfu

FULLTRÚI sýslumanns á Akureyri vann við það í gærdag að setja saman ákæru á hendur skipstjóra norska loðnubátsins Österbris H- 127-AV og verður hún send Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Málið verður tekið fyrir í dómnum eftir hádegið. Við eftirlit varðskipsmanna á varðskipinu Óðni á sunnudag um borð í norska loðnubátnum mældust möskvar í poka loðnunótarinnar að meðaltali 17,4 millimetrar eða 11,2% undir löglegri möskvastærð. Samkvæmt reglugerð á lágmarksmöskvastærð í loðnunót að vera 19,6 millimetrar. Varðskipið Óðinn kemur með norska loðnubátinn til hafnar á Akureyri

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar