Umferðarfræðsla

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Umferðarfræðsla

Kaupa Í körfu

Helgi Már, Teitur, Lilja Ósk og Silja Rut sögðust hafa kunnað reglurnar áður en þau mættu á námskeiðið, enda höfðu þau verið í umferðarskólanum áður. Þau sögðu að það væri samt gott að koma á námskeiðið til að rifja reglurnar upp. Ekki sögðust þau vera hrædd í umferðinni og hafa sem betur fer aldrei lent í neinum óhöppum. Þau voru sammála um að námskeiðið væri mjög skemmtilegt. Silja Rut þarf að fara fyrir eina umferðargötu á leiðinni í skólann og Teitur segist þurfa að fara yfir tvær götur. Þau fara alltaf mjög varlega á leiðinni og krakkarnir voru allir ákveðnir í því að standa sig vel í umferðinni í framtíðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar