Hljóðsetning

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hljóðsetning

Kaupa Í körfu

Teiknimyndir með íslensku tali sýndar daglega í Sjónvarpinu og á Stöð 2 Raddir teiknimyndanna Hvernig ætli það sé að vinna við að búa til raddir, skrækar, djúpar, blíðar, brjálaðar og allt þar á milli? Birna Anna Björnsdóttirspjallaði við fólk sem ljær teiknimyndapersónum raddir sínar og komst að raun um að starfið er örugglega jafn skemmtilegt og það hljómar. ÚRVAL teiknimynda sem sýndar eru á sjónvarpsstöðvunum er mikið og fjölbreytt. Daglega eru sýndar teiknimyndir bæði í Sjónvarpinu og á Stöð 2 sem eru nær undantekningarlaust með íslensku tali og er vandað mjög til íslensku talsetningarinnar. MYNDATEXTI: Systkinin Finnur og Salka Guðmundsbörn hafa unnið með skólanum við talsetningu teiknimynda í mörg ár. Salka Guðmundsdóttir einbeitir sér að handritinu og það truflar hana lítið þó að Valur Freyr Einarsson öskri hér um bil upp í eyrað á henni. Í hljóðverinu eru leikararnir með útlenska talið í heyrnartólunum, teiknimyndina sjálfa á skjánum og íslenska textann í höndunum og verða að gæta þess að talið passi við varahreyfingar persónanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar