Slysalaus dagur í umferðinni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Slysalaus dagur í umferðinni

Kaupa Í körfu

Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, Ingimundur Einarsson varalögreglustjóri og Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðarmaður ráðherra, fylgjast með óspenntum ökumanni fara bílveltu. frétt: EINN þáttur í aðgerðum lögreglu á slysalausum degi var að bjóða ökumönnum upp á veltu í veltibíl Sjóvá-Almennra. Veltibílnum, sem líkir eftir bílveltu á 80 km. hraða, var komið fyrir á bílastæðinu við listaverkið Sólfar við Skúlagötu. Tveir lögreglumenn á bifhjólum sveimuðu um og gripu ökumenn, sem ekki höfðu spennt beltin, og beindu þeim inn að veltibílnum. Þar var þeim boðið að komast hjá sekt gegn því að fara salíbunu í veltibílnum. Voru rúmlega 20 bílar stöðvaðir og ökumönnum þeirra eða farþegum boðið að fara veltu. Það verður að segjast að velflestir voru skömmustulegir er þeir stigu út

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar