Æfingar í rústabjörgun

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Æfingar í rústabjörgun

Kaupa Í körfu

Bandarískir slökkviliðsmenn sem unnu við rústabjörgun í Pentagon og WTC miðla af eigin reynslu Rústir vegna sprenginga eru ólíkar rústum eftir náttúruhamfarir Dewey Perks, yfirmaður alþjóðlegrar rústabjörgunarsveitar, sem m.a. tók þátt í björgun úr rústum í Pentagon og World Trade Center, er staddur hér á landi í þeim tilgangi að kenna björgun úr rústum. Verið er að ganga frá samkomulagi um að sveitin aðstoði Íslendinga á hættutímum. Tíu manna hópur frá bandarísku alþjóðasveitinni í Fairfax í Virginíu er staddur hér á landi um þessar mundir til að kenna 36 íslenskum slökkviliðs- og björgunarveitarmönnum undirstöðuatriði rústabjörgunar. Að auki koma að kennslunni 25 íslenskir leiðbeinendur sem áður hafa notið tilsagnar hópsins. Myndatexti: Slökkviliðs- og björgunarmenn af öllu landinu hafa undanfarna daga fengið kennslu í rústabjörgun undir stjórn bandarískra og íslenskra leiðbeinenda. Hér eru frá hægri: Dewey Perks, yfirmaður alþjóðasveitarinnar, Sólveig Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, Brynjar Friðriksson, slökkviliðsmaður og leiðbeinandi, og Pétur Ingi Guðmundsson, leiðbeinandi, Hjálparsveit skáta Kópavogi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar