Æfingar í rústabjörgun
Kaupa Í körfu
Bandarískir slökkviliðsmenn sem unnu við rústabjörgun í Pentagon og WTC miðla af eigin reynslu Rústir vegna sprenginga eru ólíkar rústum eftir náttúruhamfarir Dewey Perks, yfirmaður alþjóðlegrar rústabjörgunarsveitar, sem m.a. tók þátt í björgun úr rústum í Pentagon og World Trade Center, er staddur hér á landi í þeim tilgangi að kenna björgun úr rústum. Verið er að ganga frá samkomulagi um að sveitin aðstoði Íslendinga á hættutímum. Tíu manna hópur frá bandarísku alþjóðasveitinni í Fairfax í Virginíu er staddur hér á landi um þessar mundir til að kenna 36 íslenskum slökkviliðs- og björgunarveitarmönnum undirstöðuatriði rústabjörgunar. Að auki koma að kennslunni 25 íslenskir leiðbeinendur sem áður hafa notið tilsagnar hópsins. Myndatexti: Slökkviliðs- og björgunarmenn af öllu landinu hafa undanfarna daga fengið kennslu í rústabjörgun undir stjórn bandarískra og íslenskra leiðbeinenda. Hér eru frá hægri: Dewey Perks, yfirmaður alþjóðasveitarinnar, Sólveig Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, Brynjar Friðriksson, slökkviliðsmaður og leiðbeinandi, og Pétur Ingi Guðmundsson, leiðbeinandi, Hjálparsveit skáta Kópavogi.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir