Klám og vændi

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Klám og vændi

Kaupa Í körfu

Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra lýsti yfir ánægju með störf nefndarinnar. Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdómari og formaður nefndarinnar, kynnti skýrslu hennar í gær. Aðrir nefndarmenn voru Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri, Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, Sigurður Guðmundsson landlæknir, Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Dís Sigurgeirsdóttir, lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu, var ritari. SÚ STAÐREYND að ekki hefur verið hægt að sýna fram á bein áhrif milli kláms og kynferðisbrota og að engar rannsóknir sýna að klám hafi beinlínis skaðleg áhrif á fullorðna einstaklinga leiðir til þeirrar niðurstöðu að mati nefndarinnar að fátt mæli gegn því að fullorðnir einstaklingar geti orðið sér úti um slíkt efni," segir í skýrslu nefndar sem falið var að gera tillögur um úrbætur vegna kláms og vændis hér á landi en skýrslan var kynnt á blaðamannafundi í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar