Storkurinn Styrmir í nýju búri

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Storkurinn Styrmir í nýju búri

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var ekki annað að sjá en að storkurinn knái hann Styrmir kynni vel að meta ný húsakynni sín sem hann flutti í í Húsdýragarðinum í gær enda getur hann flögrað þar um, tyllt sér á steina, veitt sér til matar, vaðið í tjörn og leitað skjóls í litlum kofa þegar veður eru óblíð. Um er að ræða búr sem er 180 fermetrar að grunnfleti og 4,60 metrar á hæð og verður að teljast stærsta fuglabúr landsins að því er segir í frétt frá Húsdýragarðinum. Búrið mun svo nýtast öðrum flækingsfuglum í framtíðinni. allur textinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar