Þemadagar í Háteigsskóla

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Þemadagar í Háteigsskóla

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var sannkölluð karnivalstemning í Háteigsskóla á föstudag en þá var lokadagur þemadaga skólans sem fjölluðu um fjölmenningu að þessu sinni. Á dögunum bjuggu nemendur til alheimsþorp með heimilum og verslunum á ýmsum stöðum á hnettinum, lærðu leiki, lög og dansa frá öllum heimshornum, æfðu leikrit, bjuggu til fréttablað, kynntu brúðkaupssiði víða um heim, matar- og sælgætisgerð, pappírsbrot, stafagerð og margt fleira. Unglingarnir í skólanum fengu m.a. kynningu á skiptinemasamtökum, heimsóttu Alþjóðahúsið og sendiráð, reyndu að skilja betur kynþáttafordóma með því að nota leikræna tjáningu og kynntu sér þjóðsögur frá öllum heimsálfum. enginn myndatexti

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar