Vestfirðir - Bíldudalur - Þörungavinnslan

Vestfirðir - Bíldudalur - Þörungavinnslan

Kaupa Í körfu

Í stórum skemmum við höfnina í Bíldudal er Kalkþörungaverksmiðjan til húsa, en hún er einn stærsti vinnustaður bæjarins. Verið er að stækka húsnæðið og bæta við tækjabúnaði í því augnamiði að auka við framleiðslugetuna. „Við erum að stækka verksmiðjuna um u.þ.b. 100% og fá annan þurrkara í húsið. Sá sem nú er í gangi er 1,8 megavött, en þurrkarinn sem við erum að taka í notkun er 3,6 megavött. Við höfum ekki náð að fullnýta starfsleyfið með núverandi þurrkara,“ segir Guðmundur V. Magnússon verksmiðjustjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar