Mosinn sleginn

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mosinn sleginn

Kaupa Í körfu

HANN var hvergi banginn hann Guðmundur Jónsson á Birnustöðum þar sem hann ýtti á undan sér sláttuvél sem hann hafði af hugvitssemi sett nagla undir, til að tæta upp mosann sem var frekur í túnblettinum. Hann sagði þetta þó nokkuð seinlegt verk en nægan hefði hann tímann. Guðmundur var léttur í lund þegar blaðamann bar að garði og sagðist vera unglingur, hann væri ekki nema áttatíu og eins árs. Hann vann við húsbyggingar þegar hann var yngri. „Drottinn gerði mig sæmilega vandvirkan. En ég var líka með nokkrar kindur til gamans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar