Sjávarútvegur

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sjávarútvegur

Kaupa Í körfu

Fyrningin sem stjórnvöld hafa boðað á aflaheimildum fellur ekki alls staðar í frjóa jörð. Ekki heldur hugmyndir um strandveiðar. „Verðmæti sjávarútvegsfyrirtækja myndi hrynja, fyrirgreiðsla glatast,“ segir útgerðarmaður á Snæfellsnesi en Morgunblaðið mun á næstu dögum kanna hug aðila í sjávarútvegi vítt og breitt um landið til þessara leiða ....... Fyrningarleiðin leggst ekki aðeins illa í stærri útgerðarmenn á Snæfellsnesi. Þeim smærri þykir einnig lítið til hennar koma. „Þetta kemur sér illa fyrir mig. Óvissan er mikil og ekki búið að upplýsa mann um hvað bíður handan við hornið. Þurfum við að borga fyrir heimildirnar sem verða teknar af okkur ef við endurheimtum þær á annað borð? Ég skil ekki tilganginn með þessu og óttast að menn séu að stökkva út í fen sem þeir munu drukkna í,“ segir Sigurður Páll Jónsson sem gerir út línubát frá Stykkishólmi. Hann er með þrjá menn í vinnu. MYNDATEXTI Sigurður Páll Jónsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar