Eliza Geirsdóttir Newman og Mirra Rós Þrastardóttir

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eliza Geirsdóttir Newman og Mirra Rós Þrastardóttir

Kaupa Í körfu

SÁ hinn sami og heldur því fram að stúlkur séu lítt áberandi í íslensku tónlistarlífi þarf ekki annað en að kíkja á uppákomur kvenhópsins Trúbatrixur til þess að sannfærast um það að hér á landi er aragrúi af hæfileikaríkum stúlkum sem spila og syngja sín eigin lög. Um er að ræða eins konar regnhlífarsamtök kvenkyns trúbadúra sem voru stofnuð af þeim Elízu Geirsdóttur Newman og Myrru Rós Þrastardóttur fyrir um tveimur árum. Í næstu viku fagna Trúbatrixurnar útgáfu fyrstu safnplötu samtakana með heljarinnar reisu í kringum landið þar sem fram kemur blandaður hópur reyndari tónlistarkvenna og uppkomandi nýstirna. MYNDATEXTI Trúbatrixur Þær Myrra og Elíza halda utan um skipulag ferðarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar