Helsingjar á Jökulsárlóni

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Helsingjar á Jökulsárlóni

Kaupa Í körfu

Helsingjastofninn hér á landi er í sögulegu hámarki, að sögn dr. Arnórs Þóris Sigfússonar fuglafræðings. Helsta varpsvæði helsingjanna er í Skaftafellssýslum á Suðausturlandi, þar sem myndin var tekin af nokkrum ungum á sundi með foreldrum sínum, innan um jökulvafið og ægifagurt landslagið. Að sögn Arnórs verpir fuglinn einnig á austurströnd Grænlands og vetrarstöðvarnar eru á Skotlandi. Helsinginn er svonefndur umferðarfarfugl, verpti fyrr á árum í Breiðafirði en hefur á seinni árum verið að auka varpið í Skaftafellssýslum. Ávæningur hefur heyrst af honum víðar um land, m.a. í Skagafirði. Grænlandsstofninn sem fer um Ísland telur nú um 70 þúsund fugla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar