Ingrid Sigfússon 100 ára

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ingrid Sigfússon 100 ára

Kaupa Í körfu

ÉG SKIL ekki hvernig ég hef farið að því að endast svona lengi,“ sagði frú Ingrid Marie Sigfússon sem fagnar 100 ára afmæli í dag. „Ég er ung ennþá,“ sagði hún og hló. Ingrid fæddist í Maribo í Danmörku, dóttir hjónanna Valborgar Pedersen Einarsson og Vigfúsar Guðmanns Einarssonar kaupmanns frá Seyðisfirði. Valborg náði 103 ára aldri og Vigfús Guðmann varð 96 ára. Þau eignuðust sex börn og eru fjögur á lífi. Elst þeirra er Edel 102 ára, Ingrid 100 ára, Bjarni 98 ára og Ingibjörg 92 ára. Fjögur systkinanna fluttu til Íslands. MYNDATEXTI Minningar Frú Ingrid skoðaði mynd af sér og Brynjúlfi Sigfússyni með Aðalstein elsta son þeirra. Sigrún Gylfadóttir, barnabarn Ingrid, var í heimsókn hjá ömmu sinni og aðstoðaði við viðtalið, en Ingrid er farin að tapa heyrn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar