Menntaskólinn í Reykjavík

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Menntaskólinn í Reykjavík

Kaupa Í körfu

NÝNEMAR í Menntaskólanum í Reykjavík, svonefndir busar, voru boðnir velkomnir með tolleringu í gær á lóð skólans. Að venju hófst athöfnin með því að toga-klæddir og vígalegir 6. bekkingar gengu upp að skólabyggingunni og hrópuðu að busunum sem fylgdust brosandi með úr kennslustofum gömlu skólabyggingarinnar og, að því er virtist, óttalausir. Þá var busum fleygt í átt til skýja og munu þeir án efa hafa séð veröldina í nýju ljósi að því flugi loknu sem og á meðan á því stóð. MYNDATEXTI Spennandi tími Nýnemar virtust óhræddir við eldri bekkinga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar