Hlíðaskóli

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hlíðaskóli

Kaupa Í körfu

Þriðja hvert ár lofar Anna Flosadóttir sjálfri sér að þetta sé í síðasta sinn sem hún setji upp stórsýningu unglingadeildar Hlíðaskóla. Það bregst hins vegar aldrei að þremur árum síðar er hún aftur komin í leikstjórastólinn. Í dag má áætla að um 600 krakkar hafi verið undir stjórn hennar frá árinu 1994 þegar fyrsti söngleikurinn var settur á svið. „Ég hafði þá kennt myndlist við skólann í þrjú ár auk þess sem ég kenndi leiklist í tómstundum hjá ÍTR,“ útskýrir Anna. „Ég varð vör við að unglingarnir voru ekki til í að koma aftur í skólann til að taka þátt í tómstundum eftir að skólatíma var lokið en um leið vissi ég hvað þeir voru áhugasamir um leiklist og myndlist. Ég fór að velta fyrir mér hvernig væri hægt að koma til móts við þá og þá kom þessi hugmynd – að setja upp söngleik. MYNDATEXTI Myndlistarkennarinn Anna kennir fyrst og fremst myndlist í Hlíðaskóla þótt hún segir allar listgreinar ákaflega samtvinn aðar: „Það er t.d. svo mikil tónlist í myndlist og leiklistin er alls staðar. Þess vegna hef ég viljað hefja skapandi greinar til vegs og virðingar.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar