Byggingarvinna

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Byggingarvinna

Kaupa Í körfu

Um 2.200 til 2.500 störf hafa skapast vegna sérstaks átaks ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum, samkvæmt fréttatilkynningu sem iðnaðarráðuneytið sendi frá sér í gær. Ráðuneytið lét taka saman upplýsingar til þess að meta áhrifin af sérstöku átaki ríkisstjórnarinnar sem miðaði að því að draga úr atvinnuleysi. Markmiðið er að skapa allt að 6.000 ársverk á næstu misserum. Einkum hafa störf orðið til í byggingariðnaði. Reiknað var með því í upphafi átaksins að um 1.700 störf gætu skapast í þeim iðnaði. Rýmkun á lánum til viðhalds félagslegra íbúða hefur skilað samningum upp á 300 ársverk á þessu ári og því næsta, segir í tilkynningunni. Fleiri verkefni eru í uppsiglingu vegna þessara ráðstafana. MYNDATEXTI Hús í byggingu . Einkum hafa smíðastörf skapast vegna átaks.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar