Tíska

Tíska

Kaupa Í körfu

Vinkonurnar Heiður Ýr, Svala, Drífa og Birta Mjöll, sem allar eru í 9. bekk í Öldutúnsskóla, fylgjast grannt með unglingatískunni og nú er enginn maður með mönnum nema að vera með efnismikla litríka trefla eða einlit sjöl um hálsinn. MYNDATEXTI: Stöllurnar: Svala Eyjólfsdóttir, Heiður Ýr Guðjónsdóttir, Drífa Andrésdóttir og Birta Mjöll Klemensdóttir fylgjast grannt með tískustraumunum og eru auðvitað allar komnar með hlýtt hálstau. Svala fékk sinn trefil í jólagjöf í fyrra, Heiður Ýr er með trefilinn hennar mömmu sem henni finnst voða fínn og Drífa keypti sinn trefil í Vero Moda í haust. Birta Mjöll fékk þennan fína trefil að láni hjá vinkonu sinni en amma hennar prjónaði hann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar