Jólaverslun

Jólaverslun

Kaupa Í körfu

LEIKFÖNG eru ofarlega á óskalistum flestra ef ekki allra barna fyrir jólin. Það skiptir engu máli hvort börnin búa á slóðum jólasveinsins við Norðurpól eða á eyju við miðbaug, allir hlakka mikið til jólanna og vona að jólasveinninn, eða pabbi og mamma, uppfylli óskir þeirra. Í Garðheimum er jólalegt um að litast á þessum árstíma og þar brunar lest, sem er mjög raunveruleg í augum barnanna, hring eftir hring. Það er auðvelt að gleyma sér, horfa á lestina og láta sig dreyma um eina slíka í jólapakkann. Það er líka sjálfur sveinki sem stýrir lestinni og hver veit nema hann aki henni beinustu leið undir jólatréð hjá einhverju barninu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar