Þjóðahátíð í Reykjavík

Þjóðahátíð í Reykjavík

Kaupa Í körfu

MARGIR lögðu leið sína niður í miðborg Reykjavíkur á laugardag til að taka þátt í þjóðahátíð. Hátíðin hófst með fána- og ljósagöngu barna og fullorðinna frá Alþjóðahúsi að Ráðhúsi Reykjavíkur. Fyrir göngunni fóru tónlistarmenn sem slógu taktinn. Þórólfur Árnason borgarstjóri setti hátíðina að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og Dorrit Moussaieff forsetafrú sem jafnframt er sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar. Meðal þeirra landa sem þátt tóku í hátíðinni voru Japan, Búlgaría, Nikaragva, Pólland, Taíland, Filippseyjar, Ástralía og Albanía.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar