Iceland Express

Iceland Express

Kaupa Í körfu

EITT ár er liðið frá því flugvél Iceland Express hóf sig á loft frá Keflavíkurflugvelli í jómfrúflugi fyrirtækisins. Af því tilefni hefur Iceland Express ákveðið að styrkja þrenn góðgerðarsamtök til utanferða á næstu mánuðum. Samtals gefur félagið 52 ferðir til þessara samtaka, eina fyrir hverja viku sem félagið hefur verið á lofti. Iceland Express segist vonast til að farmiðarnir nýtist samtökunum með margvíslegum hætti, jafnt til að efla alþjóðleg samskipti og að verðlauna þá sem þar koma að starfi. Samtökin sem fá þessa styrki eru Stígamót, fræðslu- og ráðgjafarmiðstöð um kynferðisofbeldi, foreldrasamtökin Vímulaus æska, sem starfrækja Foreldrahúsið í Vonarstræti og foreldrasímann, og klúbburinn Geysir, sem er hluti af alþjóðlegum samtökum og vinnur eftir hugmyndafræði Fountain House og er vinnustaður fólks sem er að byggja sig upp eftir geðræn veikindi. MYNDATEXTI: Helen Breiðfjörð frá Vímulausri æsku, Sigurður I. Halldórsson, stjórnarformaður Iceland Express, Jóhanna María Eyjólfsdótttir frá klúbbnum Geysi og Guðrún Jónsdóttir frá Stígamótum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar