Jón Baldur Bogason og Trabant

Jón Baldur Bogason og Trabant

Kaupa Í körfu

"ÞETTA er bara yndislegur bíll," segir Jón Baldur Bogason, 17 ára Breiðhyltingur og stoltur eigandi 1986 árgerðar af Trabant Sport Delux. Hann segir það skemmtilegasta við bílinn vera hljóðið í vélinni, sem að sjálfsögðu er gamaldags tvígengisvél. "Fólk stoppar og starir eða snýr sig úr hálsliðnum, eða bæði," segir Jón kíminn, þegar hann er spurður hver viðbrögð fólks séu þegar hann keyrir framhjá í Trabantinum sínum. Sér í lagi er það áberandi þegar vinur hans sem slagar hátt í tvo metrana er með í för, eða jafnvel að keyra. Jón hefur nokkrum sinnum verið spurður hvort bíllinn sé til sölu, en hann segir að það sé hann alls ekki. MYNDATEXTI: Jón Baldur Bogason vill helst engan bíl annan en Trabantinn sinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar