UNICEF

UNICEF

Kaupa Í körfu

Styrkum stoðum var rennt undir starfsemi UNICEF á Íslandi í gær þegar samstarfssamningur við fjögur stórfyrirtæki, Baug, Pharmaco, Allianz og Samskip, var undirritaður. Fyrirtækin fjögur hyggjast veita UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna - á Íslandi samtals 16 milljónir króna í styrk á tveimur árum, eða fjórar milljónir hvert. Myndatexti: Við undirritun samningsins tóku börn úr 6 ára bekk Ísaksskóla lagið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar