Sumargjöf veitti fjóra styrki í upphafi sumars

Sumargjöf veitti fjóra styrki í upphafi sumars

Kaupa Í körfu

BARNAVINAFÉLAGIÐ Sumargjöf veitti styrki til málefna barna sumardaginn fyrsta. Í janúar og febrúar síðastliðnum auglýsti Sumargjöf eftir umsóknum um styrki til verkefna í þágu barna. Alls bárust 56 umsóknir. Stjórn félagsins komst að þeirri niðurstöðu að veita fjóra styrki að þessu sinni. Styrkina hlutu: Arnar Pálsson verkefnisstjóri fyrir hönd Foreldrafélags barna með ADHD, þ.e. barna með athyglisbrest með eða án ofvirkni og skyldar raskanir. Félagið ætlar að nota styrkinn til útgáfu og dreifingar barnabókarinnar Boken om Sirius eftir norska höfundinn, Lisbeth Iglum Rønhovde, eða Síríus í íslenskri þýðingu Matthíasar Kristiansen. Bókin Síríus er ætluð börnum og fullorðnum til aukins skilnings á þeim vandamálum sem snúa að börnum sem haldin eru athyglisbresti með eða án ofvirkni og skyldum röskunum þ.á m. grunn- og leikskólakennurum. Styrkur að upphæð kr. 600.000.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar