Gus Gus á Nasa

Gus Gus á Nasa

Kaupa Í körfu

DANSÞÁTTUR þjóðarinnar, Party Zone, er á Rás 2 í kvöld. Þar verður aðalmálið listinn fyrir maímánuð. "Það má búast við eldheitum og fjölbreyttum lista þar sem listamenn eins og Lou Reed, Faithless, Deep Dish, Kelis, Basement Jaxx, Felix Da Housecat, Steve Lawler, Miss Kittin, Lee Cabrera, Two Lone Swordsmen, Laurent Garnier og fleiri blanda sér í slaginn um sæti á honum," segir í tilkynningu. Á undan listanum kíkja þeir Biggi Veira og Alfons X í heimsókn og spila nokkur lög til að hita upp fyrir Psycho Bitch-kvöldið á Kapital. Aldrei að vita nema Biggi spili nýtt efni frá hljómsveitinni sinni, gusgus, í þættinum Party Zone er á Rás 2 kl. 19.30.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar