Bíl sleppt úr krana

Bíl sleppt úr krana

Kaupa Í körfu

FORMLEGT upphaf á starfi umferðarfulltrúa í sumar var að sýna hvernig bíll verður útleikinn eftir 25 til 30 metra fall sem svarar til áreksturs á 70 til 90 km hraða. Var bíll hífður upp með krana og látinn falla á framendann niður á malarborna jörð. Höggið er mikið og af ástandi bílsins má ljóst vera að farþegar kæmu vart óskaddaðir út eftir slíkan árekstur og því þýðingarmikið að nota allan öryggisbúnað sem bílar hafa yfir að ráða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar