Marta Konráðsdóttir og Maja Loebell.

Marta Konráðsdóttir og Maja Loebell.

Kaupa Í körfu

Kennsluverðlaun Ragnheiðar Briem veitt í þriðja sinn TVEIR kennarar við Menntaskólann í Reykjavík, þær Maja Loebell þýskukennari og Marta Konráðsdóttir, sem kennir erfða-, matvæla-, líffræði og lífræna efnafræði, fengu kennsluverðlaun Ragnheiðar Briem sem voru veitt í þriðja skipti við Menntaskólann í Reykjavík í vor. Segja þær að verðlaunin hafi komið þeim ánægjulega á óvart og þetta hafi verið skemmtilegt. Árið 2002 ákvað stjórn Skólafélags MR að stofna til kennsluverðlauna nemenda skólans og eru verðlaunin veitt í minningu Ragnheiðar Briem, afburða íslenskukennara, sem hafði mikil áhrif á nám og líf margra nemenda sinna. Tilgangur verðlaunanna er að heiðra framúrskarandi kennara og hvetja til framfara í kennslu og kennsluháttum. Sjá nemendur skólans um að velja þá kennara sem þeim þykja standa sig best. MYNDATEXTI: Framúrskarandi kennarar að mati Skólafélags Menntaskólans í Reykjavík: Marta Konráðsdóttir og Maja Loebell.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar