Flugvél á pramma við Gróttu

Flugvél á pramma við Gróttu

Kaupa Í körfu

DORNIER-flugvél Íslandsflugs sem magalenti á Siglufjarðarflugvelli nýlega var flutt í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli í gær, en vettvangsrannsókn á vélinni er lokið af hálfu rannsóknanefndar flugslysa og er skýrslu nú beðið. Skoðun af hálfu RNF fer fram í dag í flugskýli flugrekandans, þar sem tryggingafulltrúar munu einnig meta vélina. Við vettvangsskoðun RNF komu ekki fram vísbendingar um að vélin hefði bilað með fyrrgreindum afleiðingum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar