Landsmót UMFÍ 2004

Landsmót UMFÍ 2004

Kaupa Í körfu

"ÉG verð nú að viðurkenna að ég er vanari að borða pönnsurnar en baka þær," sagði Hjálmar Björn Guðmundsson, fjórtán ára UMSS-maður, áður en hann skellti sér í keppnina í pönnukökubakstri. Ekki er algengt að margir karlmenn keppi og síst svona ungir.............. Stefán tapaði ekki glímu Pétur Þór Gunnarsson varð í öðru sæti í +84 kílóa flokki á eftir Stefáni Geirssyni, HSK, sem sigraði alla andstæðinga sína nema Pétur en Þingeyingurinn gerði þrjú jafnglími og varð að láta sér annað sætið duga. Inga Gerða Pétursdóttir, HSÞ sigraði í -65 kílóa flokki kvenna, Sólveig Rut Jóhannsdóttir, UDN, í +65 kg flokki, Daníel Pálsson, HSK, í -75 kg flokki og Arngeir Friðriksson, HSÞ, í -84 kg flokki. MYNDATEXTI: Kjartan Lárusson, HSK, reynir klofbragð gegn Pétri Þór Gunnarssyni úr HSÞ. Það gekk ekki og jafnglími varð hjá þeim.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar