Denis MacShane

Denis MacShane

Kaupa Í körfu

Íslendingar geta ekki farið í samningaviðræður með því hugarfari að draga umsóknina til baka DENIS MacShane, Evrópumálaráðherra Breta, sagði í fyrirlestri sínum í gær að Íslendingar vildu varla vakna upp einn góðan veðurdag og komast að því að bæði Noregur og Sviss hefðu gerst aðilar að Evrópusambandinu. Hann tók þó skýrt fram, og nefndi það raunar nokkrum sinnum, að hann vildi alls ekki veita Íslendingum ráðgjöf varðandi hugsanlega aðild. "Ég er sammála Oscar Wilde sem sagði að það væri bara eitt verra en að fá ráðleggingar og það væri að fá góðar ráðleggingar," sagði hann fyrir fullum sal í Norræna húsinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar