Þjóðminjasafnið

Þjóðminjasafnið

Kaupa Í körfu

Á sýningu Þjóðminjasafnsins, sem opnuð var í byrjun mánaðarins, eru nokkrir munir úr eigu Jóns Sigurðssonar forseta og Ingibjargar Einarsdóttur konu hans. Þetta eru m.a. skrifborð Jóns, skrifborðsstóll, pípuhattur hans og heimilisbókhald þeirra hjóna. Það kemur kannski mörgum á óvart að uppgötva að Jón átti kanarífugl sem varðveittur er á Þjóðminjasafninu. Fuglinn var stoppaður upp eftir að hann drapst og er hann á sýningunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar