Leikskólinn Mýri

Leikskólinn Mýri

Kaupa Í körfu

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, heimsótti í gær leikskólann Mýri í Skerjafirði. Skólinn fagnaði því í vikunni að 100 ár eru síðan húsnæðið sem skólinn er í var byggt. Upphaflega stóð hús skólans við Tjörnina í Reykjavík en var síðan fært árið 1988 þegar hafist var handa við byggingu ráðhússins. Börnin voru ánægð með að fá borgarstjórann í heimsókn og sýndu honum m.a. sérstakan trölladans. Gamanið fór hins vegar heldur að kárna þegar tröllin mættu í heimsókn. Sumir nemendur í skólanum urðu dálítið hræddir og tárin brutust fram.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar