KR - ÍA 2:3

KR - ÍA 2:3

Kaupa Í körfu

ARNAR og Bjarki Gunnlaugssynir hafa svo sannarlega blásið nýju lífi í Skagamenn. Undir þeirra stjórn og með þá sjálfa í stórum hlutverkum inni á vellinum hefur ÍA unnið alla þrjá leiki sína hér heima, í deild og bikar. Eftir sigur á KR, 3:2, í kynngimögnuðum leik á KR-velli í gærkvöld - einhverjum besta fótboltaleik sem undirritaður hefur séð hér á landi í háa herrans tíð - eru Skagamenn í fyrsta skipti í sumar komnir úr fallsæti, enda þótt líklegt sé að þeir verði næstneðstir eftir að umferðinni lýkur. MYNDATEXTI: Sigmundur Kristjánsson, leikmaður KR, og Igor Pesic úr Skagaliðinu voru samstíga á KR-vellinum í gær þar sem ÍA hafði betur, 3:2.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar