Spron styrkir Magna

Spron styrkir Magna

Kaupa Í körfu

ÁHORFIÐ á Rock Star: Supernova heldur áfram að aukast. Frá því var greint í Morgunblaðinu í síðustu viku að um 6,4 milljónir hefðu horft á þáttinn sem sendur var út miðvikudagskvöldið 23. ágúst sl. í Bandaríkjunum. Áhorfstölurnar tóku verulegan kipp í þessari viku og horfðu um 7 milljónir á þáttinn síðastliðið þriðjudagskvöld. Atkvæðagreiðsla hófst að þætti loknum og var Magni eini keppandinn af þeim sex sem eftir voru þá, sem aldrei var í þremur neðstu sætunum á meðan á atkvæðagreiðslunni stóð. MYNDATEXTI: Peningagjöf Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri afhendir Eyrúnu Huld Haraldsóttur, unnustu Magna, og Marinó Bjarna, syni þeirra, 500 þúsund.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar