Eiríkur Hauksson

Eiríkur Hauksson

Kaupa Í körfu

EIRÍKUR Hauksson verður fulltrúi Íslands í forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fer fram hinn 10. maí í Helsinki í Finnlandi. Eiríkur bar sigur úr býtum í forkeppninni sem sýnd var í beinni útsendingu Sjónvarpsins á laugardaginn. Sigurlagið nefnist "Ég les í lófa þínum" og er lagið eftir Svein Rúnar Sigurðsson en textinn eftir Kristján Hreinsson. MYNDATEXTI: Sigurvegari - Eiríkur segir þetta verða sína síðustu Evróvisjón-keppni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar